








Bee's Wrap - Úrvalspakki
8.995 ISK
Bee's Wrap
Þetta er pakkinn!
Í þessum finnur þú örk fyrir öll verkefnin í eldhúsinu. Hvort sem þú þarft að pakka inn hálfri sítrónu, nýbökuðu brauði eða sem lok á skál þá dekkar þessi pakki það allt.
Hver stærð er með ákveðnu munstri þannig að þú þarft ekkert að vera að gramsa í öllum örkunum til að finna hentuga stærð.
Úrvalspakkinn gerir einstaklingum og heimilum það kleift að skipta úr einnota umbúðum yfir í margnota í einni svipan.
Pakkinn inniheldur:
2 litlar arkir með býflugnamunstri (18x20 cm)
2 medium arkir með fjólubláu smáramunstri (25x28 cm)
2 stórar arkir með bláu geo munstri (33x35 cm)
1 XL brauðörk með býflugnamunstri (43x58 cm)
Bee‘s Wrap er sjálfbær og náttúrlegur kostur sem kemur í stað plastfilmu til að geyma matvæli. Notið ylinn í lófunum til að mýkja örkina og líma hana niður. Þegar efnið kólnar heldur hún þeirri lögun sem þú settir hana í.
Þessi pakkning inniheldur eina örk í stærðinni 43x58 cm. (17“x23“)
Um vöruna: Endurnýtanleg. Þvoðið í köldu vatni.
Framleitt úr: Býflugnavaxi, lífrænni bómull, lífrænni jójóba olíu og trjákvoðu.