AURORA

Heilræði öflugra kvenna

5.806 kr 6.995 kr

VSK

artflowiris / Aurora

Stokkurinn Heilræði öflugra kvenna er nú formlega tilbúinn og kominn í sölu! Stokkurinn er tilvalinn í útskriftarpakkann, sem tækifærisgjöf fyrir góða vinkonu eða einfaldlega gjöf fyrir sjálfa sig.

Við systurnar, Íris Tosti og Sara Tosti, höfum nú sameinað krafta okkar og búið til stokk með heilræðum frá öflugum konum.

Í stokknum er að finna 50 spjöld. Á hverju spjaldi er handteiknuð mynd eftir Írisi hjá artflowiris og heilræði sem er þýtt og sett saman af Söru hjá Aurora markþjálfun & ráðgjöf.

Stundum gleymum við hverjar við erum eða hvað í okkur býr. Þegar það gerist er gott að hafa ýmis tæki og tól til að muna hversu sterkar við raunverulega erum og Heilræði öflugra kvenna er eitt þeirra.

Við erum allar öflugar á okkar einstaka hátt og getum allar látið ljós okkar skína.

Stærð 7x12 cm